Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið 10. júlí 2012 12:00 Hlaupamaður Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka.Fréttablaðið/pjetur „Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira