Lífið

Óútgefinni tón­list Beyoncé stolið úr bíl dans­höfundar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Beyoncé ásamt eiginmanni sínum Jay-Z.
Beyoncé ásamt eiginmanni sínum Jay-Z. Getty/Edward Berthelot

Geymsludrifum sem innihéldu meðal annars óútgefna tónlist Beyoncé Knowles Carter var stolið úr leigubifreið danshöfundarins Christopher Grant þann 8. júlí síðastliðinn.

Þjófnaðurinn átti sér stað í Atlanta, fjórum dögum fyrir tónleikastopp Beyoncé í borginni. 

Afturrúða bifreiðarinnar var brotin á meðan Grant og dansarinn Diandre Blue fengu sér að borða og hafði þjófurinn á brott með sér tvær ferðatöskur.

Í töskunum voru nokkur geymsludrif, sem meðal annars innihéldu óútgefna tónlist með Beyoncé, drög að tónleikum söngkonunnar og lagalistar.

Beyoncé hefur ekki tjáð sig um þjófnaðinn en lögregluyfirvöld í Atlanta segja handtökuskipun hafa verið gefna út í tengslum við þjófnaðinn. 

Grant hefur unnið með öðrum tónlistarmönnum, til að mynda Shakiru, og Blue dansaði meðal annars í auglýsingu Beyoncé fyrir Super Bowl í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.