Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum 14. júní 2012 10:15 Mennirnir tveir játuðu aðild sína að ráninu og sögðust hafa ætlað að gefa sig fram við yfirvöld í Sviss þar sem þeir voru handteknir. Fréttablaðið/GVA Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira