Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2012 19:45 Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan. Íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Sjá meira
Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan.
Íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Sjá meira