Gömul tennisstjarna: Pabbi og mamma eyddu öllum peningunum mínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2012 23:30 Arantxa Sanchez-Vicario fær hér koss frá foreldrum sínum eftir sigur á opna franska meistaramótinu. Mynd/AFP Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar. Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar.
Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira