Anna Úrsúla: Vanmetum ekki Fylki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 15:15 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða." Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða."
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira