Favre var grátlega nálægt því að komast í Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2010 09:30 Favre sýndi hetjulega frammistöðu í nótt en það dugði ekki til. Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0. Erlendar Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Sjá meira
Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0.
Erlendar Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Sjá meira