Kaupþingsbréf stökkva upp í erlendri hækkanahrinu 8. september 2008 09:14 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm Hlutabréf í Kaupþingi sem skráð eru á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa hækkað um 3,32 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem almennt einkennast af mikilli hækkun. Yfirtaka bandarískra stjórnvalda á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac skýrir hækkunina að langmestu leyti, segja fjármálaskýrendur í samtali við erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið segir aðgerðir stjórnvalda vestanhafs geta snúið lausafjárþurrðinni til betri vegar og bætt aðstæður á fasteignamarkaði. Lausafjárþurrðin hefur nú valdið miklum vandræðum á bandarískum fasteignamarkaði í um ár. Háir vextir á fasteignalánum auk minna aðgengis að lánsfé hefur valdið miklum vanskilum á fasteignalánum með þeim afleiðingum að fasteignaverð hefur lækkað mikið, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi, sem aftur hefur skilað sér í því að bankar og fjármálafyrirtæki hafa orðið að afskrifa háar upphæðir sem tengjast fasteignalánum úr bókum sínum. Nikkei-vísitalan í Japan rauk upp um 3,38 prósent. Þá var talsverð hækkun á öðrum mörkuðum. Á meginlandi Evrópu hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 3,81 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,37 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 4,41 prósent. Þá er sömuleiðis talsverð hækkun á norrænum mörkuðum. C-20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 3,61 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 4,26 prósent, í Helsinki í Finnlandi um 3,32 prósent og Noregi um 4,15 prósent. Viðskipti í Kauphöllinni hér hefjast eftir rúman hálftíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf í Kaupþingi sem skráð eru á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa hækkað um 3,32 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem almennt einkennast af mikilli hækkun. Yfirtaka bandarískra stjórnvalda á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac skýrir hækkunina að langmestu leyti, segja fjármálaskýrendur í samtali við erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið segir aðgerðir stjórnvalda vestanhafs geta snúið lausafjárþurrðinni til betri vegar og bætt aðstæður á fasteignamarkaði. Lausafjárþurrðin hefur nú valdið miklum vandræðum á bandarískum fasteignamarkaði í um ár. Háir vextir á fasteignalánum auk minna aðgengis að lánsfé hefur valdið miklum vanskilum á fasteignalánum með þeim afleiðingum að fasteignaverð hefur lækkað mikið, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi, sem aftur hefur skilað sér í því að bankar og fjármálafyrirtæki hafa orðið að afskrifa háar upphæðir sem tengjast fasteignalánum úr bókum sínum. Nikkei-vísitalan í Japan rauk upp um 3,38 prósent. Þá var talsverð hækkun á öðrum mörkuðum. Á meginlandi Evrópu hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 3,81 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,37 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 4,41 prósent. Þá er sömuleiðis talsverð hækkun á norrænum mörkuðum. C-20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 3,61 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 4,26 prósent, í Helsinki í Finnlandi um 3,32 prósent og Noregi um 4,15 prósent. Viðskipti í Kauphöllinni hér hefjast eftir rúman hálftíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira