Olíuverð enn á uppleið 21. ágúst 2008 12:41 Mun dýrara er að fylla á bílinn nú en fyrir ári. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira