Bílaiðnaðurinn keyrði hlutabréfamarkaðinn niður 19. nóvember 2008 21:00 Bandarískir miðlarar bera saman bækur sínar á Wall Street. Mynd/AP Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira