Bankahólfið: Á skíðum 27. febrúar 2008 03:00 . Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl. Bankahólfið Markaðir Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl.
Bankahólfið Markaðir Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun