Blæs nýju lífi í glæsivillu 7. febrúar 2008 05:30 Hús Ingunnar Wernersdóttur hefur verið kallað ýmsum nöfnun í gegnum tíðina. Esjuberg er þekktasta heiti þess en fyrsti eigandinn nefndi það Villa Frida eftir eiginkonu sinni. Vísir/GVA Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“ Hús og heimili Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“
Hús og heimili Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira