Fjárfestar glaðir á Wall Street 13. september 2007 21:38 Nokkurar gleði gætti á fjármálamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins greindi frá því að það hefði forðað sér frá gjaldþroti með vænni fjármögnun. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors ruku í methæðir. Fjárfestar ytra urðu afar bjartsýnir eftir að fyrirtækið greindi frá þessum fréttum enda ljóst að fjármögnunin muni forða fyrirtækinu frá tapi vegna mikils samdráttar vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Gengi bréfa í Countrywide tók stökkið í kjölfarið og hækkaði um heil fjórtán prósent, eða 2,31 dal á hlut.Inn í hækkunina spila einnig tölur um atvinnuleysi, sem jókst minna en greinendur höfðu gert ráð fyrir í síðasta mánuði.Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði við þetta um eitt prósent, sem þykir mikið í Bandaríkjunum, og endaði í 13.424,88 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 2.601,06 stigum. S&P-vísitalan um 0,84 prósent og endaði í 1.483,95 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors ruku í methæðir. Fjárfestar ytra urðu afar bjartsýnir eftir að fyrirtækið greindi frá þessum fréttum enda ljóst að fjármögnunin muni forða fyrirtækinu frá tapi vegna mikils samdráttar vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Gengi bréfa í Countrywide tók stökkið í kjölfarið og hækkaði um heil fjórtán prósent, eða 2,31 dal á hlut.Inn í hækkunina spila einnig tölur um atvinnuleysi, sem jókst minna en greinendur höfðu gert ráð fyrir í síðasta mánuði.Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði við þetta um eitt prósent, sem þykir mikið í Bandaríkjunum, og endaði í 13.424,88 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 2.601,06 stigum. S&P-vísitalan um 0,84 prósent og endaði í 1.483,95 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira