Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra 31. ágúst 2007 14:56 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Hann segir bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast við hræringum á fjármálamörkuðum. Mynd/AFP Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Fjárfestar biðu óþreyjufullir eftir næstu skrefum seðlabankans og þykja vongóðir um að bankinn lækki vextina þrátt fyrir að Bernanke hafi einungis sagt að bankinn muni fylgjast grannt með stöðu mála, að sögn fréttastofunnar Associated Press, sem hefur eftir seðlabankastjóranum að það væri ekki hlutverk bankans að koma til fjárfestum og fjármálafyrirtækjum til hjálpar. Vanskil á undirmálslánamarkaði, sem væri áhættusöm iðja sem bankarnir hefðu sjálfir ákveðið að taka þátt í, að hans sögn. „En þróun á fjármálamörkuðum getur haft áhrif út fyrir fjármálamarkaði. Seðlabankinn verður að hafa það í huga við ákvarðanatöku sína," sagði Bernanke og átti þar við að áhrif af samdrættinum gæti komið niður á einkaneyslu auk þess sem taugatitrings hafi gætt vegna þessa á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Associated Press hefur eftir greinendum að þetta gæti leitt til þess að bankinn lækki vextina á næsta fundi sínum 18. september. Verði það raunin verður þetta í fyrsta sinn sem breyting verður gerð á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum síðan í júní í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Fjárfestar biðu óþreyjufullir eftir næstu skrefum seðlabankans og þykja vongóðir um að bankinn lækki vextina þrátt fyrir að Bernanke hafi einungis sagt að bankinn muni fylgjast grannt með stöðu mála, að sögn fréttastofunnar Associated Press, sem hefur eftir seðlabankastjóranum að það væri ekki hlutverk bankans að koma til fjárfestum og fjármálafyrirtækjum til hjálpar. Vanskil á undirmálslánamarkaði, sem væri áhættusöm iðja sem bankarnir hefðu sjálfir ákveðið að taka þátt í, að hans sögn. „En þróun á fjármálamörkuðum getur haft áhrif út fyrir fjármálamarkaði. Seðlabankinn verður að hafa það í huga við ákvarðanatöku sína," sagði Bernanke og átti þar við að áhrif af samdrættinum gæti komið niður á einkaneyslu auk þess sem taugatitrings hafi gætt vegna þessa á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Associated Press hefur eftir greinendum að þetta gæti leitt til þess að bankinn lækki vextina á næsta fundi sínum 18. september. Verði það raunin verður þetta í fyrsta sinn sem breyting verður gerð á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum síðan í júní í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira