Virðisaukaskatturinn drýgstur 20. ágúst 2007 18:45 Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%. Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%.
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira