Líffæragjafi nema annað sé tekið fram Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:15 Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi. Fréttir Innlent Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira