Kínastjórn kælir markaðinn á ný 4. júní 2007 09:46 Frá Kína. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira