Byssumaðurinn var asískur nemandi í skólanum 17. apríl 2007 10:51 Lögreglumenn að störfum við Norris bygginguna í gær. MYND/AFP Forseti skólans hefur staðfest að byssumaðurinn var asískur karlmaður sem var við nám í skólanum. Hann bjó á einni af heimavistum skólans. Blaðið Chicago Sun-Times sagði hann hafa verið kínverskan og að hann hafi ekki verið tengdur hryðjuverkahópum. Vitni í heimavistinni sögðu manninn hafa gengið á milli herbergja í leit að fyrrverandi kærustu sinni. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við árásinni. Fjölmiðlar velta fyrir sér hvort að viðbrögð hennar við fyrstu árásinni hafi leitt til þess að svo margir létu lífið í þeirri seinni. Lögreglan sagði að erfitt hefði verið að vara alla nemendur við þar sem skólalóðin er um tíu ferkílómetrar að flatarmáli. Einnig hafi þetta gerst snemma morguns þegar allir voru að mæta í skólann. 26.000 nemendur eru í skólanum og um tíu þúsund starfsmenn. Að auki var álitið að um einangrað atvik vegna heimiliserja væri að ræða. Í Virginíuríki þarf ekki leyfi eða þjálfun til þess að kaupa skammbyssu. Það þarf samt athuga fortíð viðkomandi og lögregla að gefa út leyfi til þess er kaupir skammbyssuna. Hins vegar eru engar reglur til um kaup á byssum á byssusýningum og þar er ekki framkvæmd athugun á viðkomandi kaupanda. Nemendur í skólanum mega ekki vera vopnaðir á lóð skólans.Atburðarás gærdagsins. Staðartími (íslenskur tími). 07:15 (11:15) - Lögregla skólans fékk tilkynningu um að skotárás hafi átt sér stað í West Ambler Johnston heimavistinni. Lögregla var kominn á staðinn stuttu seinna og fann þar lík af karlmanni og konu. Maðurinn sem var látinn vann sem stuðningsfulltrúi á heimavistinni, en á henni búa um 900 manns. Byssumaðurinn kom að leita að konunni og fór að rífast við hana, að því er talið er vegna ástarmála. Stuðningsfulltrúinn hafði verið kallaður til til þess að róa manninn. Hann dró þá upp skammbyssu og skaut þau bæði til bana. 09:26 (13:26) - Nemendur fengu tölvupóst frá skólanum þar sem sagt var frá því að skotárás hafi átt sér stað í West Ambler Johnston heimavistinni um morguninn og að lögregla væri að rannsaka málið. Þá voru nemendur beðnir að hafa augun hjá sér og láta lögreglu vita ef eitthvað óeðlilegt væri á seyði. 09:45 (13:45) - Lögregla fékk tilkynningu um að skothríð hafi heyrst í Norris byggingunni. Hún er tæpan kílómeter frá West Ambler Johnston heimavistinni. Lögregla fór á staðinn og í sömu mund tók nemandi upp myndband á farsíma sinn. Í því má sjá lögreglumenn koma að byggingunni og skothvellir heyrast innan úr henni. Lögregla reyndi að komast inn í húsið en byssumaðurinn hafði lokað tveimur hurðum innanfrá með því að setja keðjur fyrir dyrnar. Rúmri mínútu síðar tókst lögreglu að komast inn og hljóp hún á hljóðið sem kom af annarri hæð byggingarinnar. Þegar lögregla náði upp á aðra hæð hafði byssumaðurinn svipt sig lífi. 30 manns, auk byssumannsins, létust í skotárásinni í Norris byggingunni. 09:50 (13:50) - Skólayfirvöld sendu annan tölvupóst til nemenda og vöruðu við því að byssumaður gengi laus á skólalóðinni. Nemendum var ráðlagt að halda sig innan dyra og forðast glugga. 10:16 (14:16) - Þriðji og síðasti tölvupósturinn fór til nemenda. Í honum var þeim sagt að halda kyrru fyrir þar sem þeir væru og að læsa að sér. Erlent Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Forseti skólans hefur staðfest að byssumaðurinn var asískur karlmaður sem var við nám í skólanum. Hann bjó á einni af heimavistum skólans. Blaðið Chicago Sun-Times sagði hann hafa verið kínverskan og að hann hafi ekki verið tengdur hryðjuverkahópum. Vitni í heimavistinni sögðu manninn hafa gengið á milli herbergja í leit að fyrrverandi kærustu sinni. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við árásinni. Fjölmiðlar velta fyrir sér hvort að viðbrögð hennar við fyrstu árásinni hafi leitt til þess að svo margir létu lífið í þeirri seinni. Lögreglan sagði að erfitt hefði verið að vara alla nemendur við þar sem skólalóðin er um tíu ferkílómetrar að flatarmáli. Einnig hafi þetta gerst snemma morguns þegar allir voru að mæta í skólann. 26.000 nemendur eru í skólanum og um tíu þúsund starfsmenn. Að auki var álitið að um einangrað atvik vegna heimiliserja væri að ræða. Í Virginíuríki þarf ekki leyfi eða þjálfun til þess að kaupa skammbyssu. Það þarf samt athuga fortíð viðkomandi og lögregla að gefa út leyfi til þess er kaupir skammbyssuna. Hins vegar eru engar reglur til um kaup á byssum á byssusýningum og þar er ekki framkvæmd athugun á viðkomandi kaupanda. Nemendur í skólanum mega ekki vera vopnaðir á lóð skólans.Atburðarás gærdagsins. Staðartími (íslenskur tími). 07:15 (11:15) - Lögregla skólans fékk tilkynningu um að skotárás hafi átt sér stað í West Ambler Johnston heimavistinni. Lögregla var kominn á staðinn stuttu seinna og fann þar lík af karlmanni og konu. Maðurinn sem var látinn vann sem stuðningsfulltrúi á heimavistinni, en á henni búa um 900 manns. Byssumaðurinn kom að leita að konunni og fór að rífast við hana, að því er talið er vegna ástarmála. Stuðningsfulltrúinn hafði verið kallaður til til þess að róa manninn. Hann dró þá upp skammbyssu og skaut þau bæði til bana. 09:26 (13:26) - Nemendur fengu tölvupóst frá skólanum þar sem sagt var frá því að skotárás hafi átt sér stað í West Ambler Johnston heimavistinni um morguninn og að lögregla væri að rannsaka málið. Þá voru nemendur beðnir að hafa augun hjá sér og láta lögreglu vita ef eitthvað óeðlilegt væri á seyði. 09:45 (13:45) - Lögregla fékk tilkynningu um að skothríð hafi heyrst í Norris byggingunni. Hún er tæpan kílómeter frá West Ambler Johnston heimavistinni. Lögregla fór á staðinn og í sömu mund tók nemandi upp myndband á farsíma sinn. Í því má sjá lögreglumenn koma að byggingunni og skothvellir heyrast innan úr henni. Lögregla reyndi að komast inn í húsið en byssumaðurinn hafði lokað tveimur hurðum innanfrá með því að setja keðjur fyrir dyrnar. Rúmri mínútu síðar tókst lögreglu að komast inn og hljóp hún á hljóðið sem kom af annarri hæð byggingarinnar. Þegar lögregla náði upp á aðra hæð hafði byssumaðurinn svipt sig lífi. 30 manns, auk byssumannsins, létust í skotárásinni í Norris byggingunni. 09:50 (13:50) - Skólayfirvöld sendu annan tölvupóst til nemenda og vöruðu við því að byssumaður gengi laus á skólalóðinni. Nemendum var ráðlagt að halda sig innan dyra og forðast glugga. 10:16 (14:16) - Þriðji og síðasti tölvupósturinn fór til nemenda. Í honum var þeim sagt að halda kyrru fyrir þar sem þeir væru og að læsa að sér.
Erlent Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira