Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði 10. apríl 2007 15:35 Sainsbury. Mynd/AFP Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. Breskir fjölmiðlar segja tilboðið hanga á bláþræði eftir að fjárfestahópurinn hækkaði tilboðið í Sainsbury úr 562 pensum á hlut í 582 pens. Við það fór heildartilboðið í 10,1 milljarð punda, um 1.350 milljarða íslenskra króna. Hækkunin kom til eftir að Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í verslanakeðjunni og er einn stærsti hluthafi hennar, sagðist ekki líta við tilboði undir 600 pensum á hlut. Ekki mun hafa verið einhugur innan fjárfestahópsins fyrir hækkuninni og sögðu sjóðirnir TPG, áður Texas Pacific Group, og Blackstone frá því í dag. Um síðustu helgi kvaddi fjárfestingasjóðurinn KKR hópinn en hann ætlar að einbeita sér að yfirtöku á lyfjafyrirtækinu Alliance Boots sem er litlu minni yfirtaka en á Sainsbury. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. Breskir fjölmiðlar segja tilboðið hanga á bláþræði eftir að fjárfestahópurinn hækkaði tilboðið í Sainsbury úr 562 pensum á hlut í 582 pens. Við það fór heildartilboðið í 10,1 milljarð punda, um 1.350 milljarða íslenskra króna. Hækkunin kom til eftir að Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í verslanakeðjunni og er einn stærsti hluthafi hennar, sagðist ekki líta við tilboði undir 600 pensum á hlut. Ekki mun hafa verið einhugur innan fjárfestahópsins fyrir hækkuninni og sögðu sjóðirnir TPG, áður Texas Pacific Group, og Blackstone frá því í dag. Um síðustu helgi kvaddi fjárfestingasjóðurinn KKR hópinn en hann ætlar að einbeita sér að yfirtöku á lyfjafyrirtækinu Alliance Boots sem er litlu minni yfirtaka en á Sainsbury.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira