Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi 5. mars 2007 13:18 Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira