Elton John spilar í einkaveislu í Reykjavík í kvöld 20. janúar 2007 17:43 Elton John á Reykjavíkurflugvelli fyrr í kvöld MYND/Stöð 2 Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira