LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq 18. janúar 2007 11:00 LSE. Mynd/AFP Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn kauphallarinnar hefur sent frá sér með það að augnamiði að styrkja stöðu sína gegn hugsanlegri yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Nasdaq reyndi á síðasta ári að gera yfirtökutilboð í bresku kauphöllina en stjórn LSE felldi það jafnharðan á þeim forsendum að það endurspeglaði ekki framtíðarhorfur markaðarins. Í kjölfarið hóf Nasdaq óvinveitt yfirtökuferli á kauphöllinni og fer nú með 28,75 prósent bréfa í henni. Bandaríski markaðurinn hefur jafnframt gert hluthöfum 2,7 milljarða punda eða ríflega 370 milljarða króna tilboð í bréf þeirra. Tilboðið var í síðustu viku framlengt til 26. janúar næstkomandi. Stjórn LSE hefur hins vegar þrýst á hluthafa kauphallarinnar að halda í bréf sín. Nokkrir hlutabréfamarkaðir, þar á meðal þýska kauphöllin í Frankfurt og Euronext, hafa á síðastliðnum tveimur árum sóst eftir því að kaupa og renna saman við LSE. Stjórn LSE hefur hins vegar vísað öllum slíkum tilburðum á bug. Ásókn í bréf kauphallarinnar hefur keyrt gengi hennar upp en virði bréfa í henni hefur þrefaldast í verði á síðastliðnum tveimur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn kauphallarinnar hefur sent frá sér með það að augnamiði að styrkja stöðu sína gegn hugsanlegri yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Nasdaq reyndi á síðasta ári að gera yfirtökutilboð í bresku kauphöllina en stjórn LSE felldi það jafnharðan á þeim forsendum að það endurspeglaði ekki framtíðarhorfur markaðarins. Í kjölfarið hóf Nasdaq óvinveitt yfirtökuferli á kauphöllinni og fer nú með 28,75 prósent bréfa í henni. Bandaríski markaðurinn hefur jafnframt gert hluthöfum 2,7 milljarða punda eða ríflega 370 milljarða króna tilboð í bréf þeirra. Tilboðið var í síðustu viku framlengt til 26. janúar næstkomandi. Stjórn LSE hefur hins vegar þrýst á hluthafa kauphallarinnar að halda í bréf sín. Nokkrir hlutabréfamarkaðir, þar á meðal þýska kauphöllin í Frankfurt og Euronext, hafa á síðastliðnum tveimur árum sóst eftir því að kaupa og renna saman við LSE. Stjórn LSE hefur hins vegar vísað öllum slíkum tilburðum á bug. Ásókn í bréf kauphallarinnar hefur keyrt gengi hennar upp en virði bréfa í henni hefur þrefaldast í verði á síðastliðnum tveimur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira