16 ára piltur dæmdur fyrir hættulega líkamsárás 20. desember 2006 15:59 Frá Hafnargötu í Keflavík þar sem skemmtistaðurinn Traffic er. MYND/Víkurfréttir Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans. Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans.
Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira