Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt 14. desember 2006 16:46 MYND/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns. Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns.
Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira