Alheimskreppa ef ekkert að gert 30. október 2006 19:00 Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála. Erlent Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála.
Erlent Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira