Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga 29. október 2006 18:30 Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira