Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði 26. október 2006 23:40 Frá kynningu á Windows Vista á síðasta ári. Mynd/Getty Images Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Til samanburðar nam hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra 3,14 milljörðum dala eða rétt rúmlega 214 milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum dala eða rúmlega 736 milljörðum íslenskra króna sem er 11 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nemur 35 sentum á hvern hlut í Microsoft á tímabilinu en greiningaraðilar á Wall Street í New York í Bandaríkjunum höfðu reiknað með 31 senti á hlut. Sögðu þeir að hagnaðurinn hefði einungis getað aukist ef útgáfa á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows Vista, hefði ekki tafist. Að sögn Microsoft liggur aukinn hagnaður einna helst í aukinni sölu á hugbúnaðarlausnunum á borð við SQL Server. Nýjasta stýrikerfi Microsoft kemur út í lok ársins. Fyrirtækjaútgáfan kemur út í nóvember en einstaklingsútgáfan í janúar. Upphaflega stóð hins vegar til að gefa stýrikerfið út í ágúst á þessu ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Til samanburðar nam hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra 3,14 milljörðum dala eða rétt rúmlega 214 milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum dala eða rúmlega 736 milljörðum íslenskra króna sem er 11 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nemur 35 sentum á hvern hlut í Microsoft á tímabilinu en greiningaraðilar á Wall Street í New York í Bandaríkjunum höfðu reiknað með 31 senti á hlut. Sögðu þeir að hagnaðurinn hefði einungis getað aukist ef útgáfa á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows Vista, hefði ekki tafist. Að sögn Microsoft liggur aukinn hagnaður einna helst í aukinni sölu á hugbúnaðarlausnunum á borð við SQL Server. Nýjasta stýrikerfi Microsoft kemur út í lok ársins. Fyrirtækjaútgáfan kemur út í nóvember en einstaklingsútgáfan í janúar. Upphaflega stóð hins vegar til að gefa stýrikerfið út í ágúst á þessu ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira