Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar 16. október 2006 15:18 Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira