Wal-Mart braut á starfsfólki 14. október 2006 13:19 Fyrir utan eina af verslunum Wal-Mart verslanakeðjunnar. Mynd/AP Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið dæmd til að greiða fyrrum starfsfólki sínu að minnsta kosti 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. Málið var tekið fyrir í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum og í niðurstöðu dómsins sagði, að fyrirtækið hefði brotið ríkislög með því að neita að greiða starfsfólkinu fyrir aukavinnuna. Það voru hvorki fleiri né færri en 187.000 fyrrum starfsmenn Wal-Mart, sem unnu hjá fyrirtækinu frá því í mars árið 1997 til maí á þessu ári sem kærðu fyrirtækið. Fyrrum starfsmaður fyrirtækisins, sem fór fyrir fyrrum samstarfsfólki sínu í málinu, sagði fyrir réttinum að hún hefði unnið í matar- og kaffihléum og jafnvel eftir lokunartíma án þess að fá nokkuð greitt fyrir. Reiknaðist henni til að hún hefði unnið um 8 til 12 klukkustundir án þess að fá borgað fyrir það í hverjum mánuði. Svipað mál kom upp í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í desember í fyrra en þá dæmdi dómari Wal-Mart til að greiða 116.000 fyrrum starfsmönnum fyrirtækisins 172 milljónir dala, jafnvirði tæpra 11,8 milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir að neita þeim um matarhlé. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið dæmd til að greiða fyrrum starfsfólki sínu að minnsta kosti 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. Málið var tekið fyrir í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum og í niðurstöðu dómsins sagði, að fyrirtækið hefði brotið ríkislög með því að neita að greiða starfsfólkinu fyrir aukavinnuna. Það voru hvorki fleiri né færri en 187.000 fyrrum starfsmenn Wal-Mart, sem unnu hjá fyrirtækinu frá því í mars árið 1997 til maí á þessu ári sem kærðu fyrirtækið. Fyrrum starfsmaður fyrirtækisins, sem fór fyrir fyrrum samstarfsfólki sínu í málinu, sagði fyrir réttinum að hún hefði unnið í matar- og kaffihléum og jafnvel eftir lokunartíma án þess að fá nokkuð greitt fyrir. Reiknaðist henni til að hún hefði unnið um 8 til 12 klukkustundir án þess að fá borgað fyrir það í hverjum mánuði. Svipað mál kom upp í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í desember í fyrra en þá dæmdi dómari Wal-Mart til að greiða 116.000 fyrrum starfsmönnum fyrirtækisins 172 milljónir dala, jafnvirði tæpra 11,8 milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir að neita þeim um matarhlé.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira