Spánn og Argentína í undanúrslit 29. ágúst 2006 13:59 Pau Gasol hefur farið á kostum með spænska liðinu á HM í Japan NordicPhotos/GettyImages Spánverjar og Argentínumenn mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í körfuknattleik í Japan á föstudaginn eftir að liðin unnu bæði mjög sannfærandi sigra á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitunum. Bæði lið hafa unnið alla sjö leiki sína á mótinu og ljóst að einvígi þeirra í undanúrslitunum verður frábær slagur. Spánverjar lögðu Litháa mjög örugglega 89-67 í morgun og eru komnir í undanúrslit á HM í annað sinn. Framherjinn Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst pg Juan Carlos Navarro skoraði 22 stig fyrir spænska liðið, sem hefur verið einstaklega sannfærandi á mótinu og virkar til alls líklegt. Besti árangur spænskra til þessa á HM er 4. sæti á mótinu árið 1982. Pau Gasol hefur farið fyrir spænska liðinu á mótinu og skorar yfir 21 stig og hirðir rúm 9 fráköst að meðaltali í leik, en hann er auk þess með 65% skotnýtingu. Litháar sáu aldrei til sólar í leiknum í morgun, en þeir mættu með ungt og óreynt lið til keppni að þessu sinni. Argentínumenn voru ekki í vandræðum með sterkt lið Tyrkja og sigruðu örugglega 83-58. Framherjinn Andres Nocioni, sem spilar með Chicago Bulls, var stigahæstur í liði Argentínu með 22 stig og misnotaði aðeins eitt skot í leiknum. Argentínumenn hafa líkt og Spánverjar verið mjög sannfærandi á mótinu og hafa unnið fyrstu sjö leiki sína með yfir 23 stiga mun að meðaltali. Enginn af byrjunarliðsmönnum Argentínu þurfti að spila í fjórða leikhlutanum. Á morgun kemur svo í ljós hvaða lið mætast í hinum undanúrslitaleiknum á laugardag, en þá eigast við Bandaríkjamenn og Þjóðverjar annars vegar og hinsvegar Grikkir og Frakkar. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Spánverjar og Argentínumenn mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í körfuknattleik í Japan á föstudaginn eftir að liðin unnu bæði mjög sannfærandi sigra á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitunum. Bæði lið hafa unnið alla sjö leiki sína á mótinu og ljóst að einvígi þeirra í undanúrslitunum verður frábær slagur. Spánverjar lögðu Litháa mjög örugglega 89-67 í morgun og eru komnir í undanúrslit á HM í annað sinn. Framherjinn Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst pg Juan Carlos Navarro skoraði 22 stig fyrir spænska liðið, sem hefur verið einstaklega sannfærandi á mótinu og virkar til alls líklegt. Besti árangur spænskra til þessa á HM er 4. sæti á mótinu árið 1982. Pau Gasol hefur farið fyrir spænska liðinu á mótinu og skorar yfir 21 stig og hirðir rúm 9 fráköst að meðaltali í leik, en hann er auk þess með 65% skotnýtingu. Litháar sáu aldrei til sólar í leiknum í morgun, en þeir mættu með ungt og óreynt lið til keppni að þessu sinni. Argentínumenn voru ekki í vandræðum með sterkt lið Tyrkja og sigruðu örugglega 83-58. Framherjinn Andres Nocioni, sem spilar með Chicago Bulls, var stigahæstur í liði Argentínu með 22 stig og misnotaði aðeins eitt skot í leiknum. Argentínumenn hafa líkt og Spánverjar verið mjög sannfærandi á mótinu og hafa unnið fyrstu sjö leiki sína með yfir 23 stiga mun að meðaltali. Enginn af byrjunarliðsmönnum Argentínu þurfti að spila í fjórða leikhlutanum. Á morgun kemur svo í ljós hvaða lið mætast í hinum undanúrslitaleiknum á laugardag, en þá eigast við Bandaríkjamenn og Þjóðverjar annars vegar og hinsvegar Grikkir og Frakkar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira