Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna 27. júlí 2006 09:05 Landsbankinn. Mynd/Hari Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira