Átökin breiðast hratt út í Líbanon 19. júlí 2006 19:48 Tugþúsundir útlendinga eru fastir í Líbanon en þessum mæðgum tókst þó að komast burt í tæka tíð. Mynd/AP Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira