Hagnaður Eskju 40 milljónir 29. mars 2006 16:33 Mynd/Elma Guðmundsdóttir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að afskriftir ársins hafi numið 362 milljónum. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um ríflega 31 milljón. Niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi ehf nemur 323 milljónum á árinu, reiknaðir skattar eru 8 milljónir og hagnaður því um 40 milljónir króna. Heildareignir félagsins í lok árs voru 8631 milljón. Eigið fé var 1755 milljónir eða 20,3%. Í tilkynningu frá Eskju segir jafnfram að um mitt síðasta ár var útlit fyrir að afkoma félagsins yrði betri en raunin varð. Aflabrestur varð í kolmunna seinni part ársins og tekjur félagsins því lægri en gert hafi verið ráð fyrir. Skip félagsins veiddu aðeins 48 þúsund tonn af kolmunn á liðnu ári, samanborið við 82 þúsund tonn árð 2004. Þá jókst tilkostnaður við veiðar. Móttekið hráefni til bræðslu var 150 þúsund tonn í fyrra samanborið við 161 þúsund tonn árið 2004. Rekstri Íshafs ehf., sem sérhæfði sig í veiðum og vinnslu á rækju, var hætt síðastliðið haust. Ástæðan fyrir því var viðvarandi veiðibrestur, lækkandi afurðaverð og sterkt gengi krónunnar. Var því ákveðið að stöðva rekstur þess. Eskju er 34,4% og er félagið nærst stærsti hluthafinn í Íshafi ehf og hafði niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi veruleg áhrif á niðurstöðutölu rekstrar á síðasta ári. Fram kemur að horfur núverandi rekstrarárs séu nokkuð óljósar. Loðnuvertíðin olli miklum vonbrigðum og verður afkoma í loðnuvinnslu mun lakari en undanfarin ár. Afkoman mun að miklu leyti ráðast af aflabrögðum í kolmunna og NÍ-síld. Almennt er verð á sjávarafurðum hagfellt og rekstrarskilyrði því góð ef veiðar ganga vel, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að afskriftir ársins hafi numið 362 milljónum. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um ríflega 31 milljón. Niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi ehf nemur 323 milljónum á árinu, reiknaðir skattar eru 8 milljónir og hagnaður því um 40 milljónir króna. Heildareignir félagsins í lok árs voru 8631 milljón. Eigið fé var 1755 milljónir eða 20,3%. Í tilkynningu frá Eskju segir jafnfram að um mitt síðasta ár var útlit fyrir að afkoma félagsins yrði betri en raunin varð. Aflabrestur varð í kolmunna seinni part ársins og tekjur félagsins því lægri en gert hafi verið ráð fyrir. Skip félagsins veiddu aðeins 48 þúsund tonn af kolmunn á liðnu ári, samanborið við 82 þúsund tonn árð 2004. Þá jókst tilkostnaður við veiðar. Móttekið hráefni til bræðslu var 150 þúsund tonn í fyrra samanborið við 161 þúsund tonn árið 2004. Rekstri Íshafs ehf., sem sérhæfði sig í veiðum og vinnslu á rækju, var hætt síðastliðið haust. Ástæðan fyrir því var viðvarandi veiðibrestur, lækkandi afurðaverð og sterkt gengi krónunnar. Var því ákveðið að stöðva rekstur þess. Eskju er 34,4% og er félagið nærst stærsti hluthafinn í Íshafi ehf og hafði niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi veruleg áhrif á niðurstöðutölu rekstrar á síðasta ári. Fram kemur að horfur núverandi rekstrarárs séu nokkuð óljósar. Loðnuvertíðin olli miklum vonbrigðum og verður afkoma í loðnuvinnslu mun lakari en undanfarin ár. Afkoman mun að miklu leyti ráðast af aflabrögðum í kolmunna og NÍ-síld. Almennt er verð á sjávarafurðum hagfellt og rekstrarskilyrði því góð ef veiðar ganga vel, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira