Nash sneri aftur með stórleik 12. mars 2006 05:17 Það var ekki að sjá á leik Steve Nash í gærkvöld að hann væri að spila á bólgnum og bláum ökkla, því hann skilaði 31 stigi og 11 stoðsendingum í sigri á Minnesota NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Sjá meira
Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Sjá meira