NATO-ríkin taki sig á 14. nóvember 2006 05:45 De Hoop Scheffer í Búdapest Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, og ungverski varnarmálaráðherrann, Imre Szekeres ,skoða heiðursvörð í Búdapest í gær. MYND/AP Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna. Erlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna.
Erlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira