Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 21:26 Það var mjög erfitt að fjarlægja límmiðana, segja forsvarsmenn fyrirtækisins. Samsett Mynd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“. Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“.
Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira