Gervihnattadiskur veldur harðri deilu 10. nóvember 2006 06:00 Gervihnattadiskur Sokols á Boðagranda 7 truflar meðeigendur hans á 10. hæð. Hann setti diskinn upp svo börn hans gætu lært móðurmálið frá Kosovo. "Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund. Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
"Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund.
Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira