Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti 1. nóvember 2006 09:17 Ermarsundslestin. Rekstrarfélag ganganna undir Ermarsundi ætlar að stofna nýtt félag til að tryggja reksturinn. Mynd/AFP Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Skuldirnar eru að mestu tilkomnar vegna minni farþegafjölda í hraðlestinni á milli Bretlands og Frakklands en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarfélagið, sem er tvítugt á árinu, var sett í greiðslustöðvun í Frakklandi vegna gríðarlegra skulda fyrir þremur mánuðum og eiga nýju tillögurnar að koma í veg fyrir gjaldþrot. Samkvæmt þeim verður nýtt félag, Groupe Eurotunnel, myndað um rekstur ganganna og munu núverandi hluthafar eiga þrettán prósent í því að lágmarki. Hluthafar munu kjósa um tillöguna á hluthafafundi í lok þessa mánaðar. Þá kveða hagræðingartillögurnar ennfremur á um að nýja félagið taki sambankalán til langs tíma hjá meðal annars Goldmans Sachs, Deutsche Bank og Citigroup fyrir 2,84 milljarða punda eða 322,7 milljarða íslenskra króna með það fyrir augum að kaupa hluti í rekstrarfélagi Eurotunnel af hluthöfum og greiða útistandandi skuldir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Skuldirnar eru að mestu tilkomnar vegna minni farþegafjölda í hraðlestinni á milli Bretlands og Frakklands en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarfélagið, sem er tvítugt á árinu, var sett í greiðslustöðvun í Frakklandi vegna gríðarlegra skulda fyrir þremur mánuðum og eiga nýju tillögurnar að koma í veg fyrir gjaldþrot. Samkvæmt þeim verður nýtt félag, Groupe Eurotunnel, myndað um rekstur ganganna og munu núverandi hluthafar eiga þrettán prósent í því að lágmarki. Hluthafar munu kjósa um tillöguna á hluthafafundi í lok þessa mánaðar. Þá kveða hagræðingartillögurnar ennfremur á um að nýja félagið taki sambankalán til langs tíma hjá meðal annars Goldmans Sachs, Deutsche Bank og Citigroup fyrir 2,84 milljarða punda eða 322,7 milljarða íslenskra króna með það fyrir augum að kaupa hluti í rekstrarfélagi Eurotunnel af hluthöfum og greiða útistandandi skuldir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira