Refsiaðgerðir gegn Írönum skaða Dani 6. september 2006 00:01 Kofi Annan ræðir við forseta Írans Kofi Annan, sem er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hitti í byrjun mánaðarins Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans. MYND/AP Danir fluttu síðustu tólf mánuði út vörur til Íran fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna. Útflutningur héðan til Íran hefur margfaldast síðustu ár. Útflutningur á dönskum vörum til Íran hefur aukist nokkuð síðastliðin ár og eru Danir skiljanlega uggandi um hag sinn vegna yfirvofandi refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Írönum. Danir fluttu vörur til Íran á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna eða tæplega 14 milljarða íslenskar krónur og var verðmætið svo til óbreytt á milli ára. Árið 2003 nam verðmæti útflutnings hins vegar um 713 milljónum danskra króna, jafnvirði tæpra 8,5 milljarða íslenskra króna og var vöxtur var mestur í útflutningi á vélahlutum og lyfjum. Danska dagblaðið Börsen hefur eftir forsvarsmönnum Samtaka iðnaðarins í Danmörku að ákveði SÞ að grípa til viðskiptaþvingana gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda skerði það útflutning danskra fyrirtækja. Geti samtökin lítið gert fyrir dönsk fyrirtæki annað en að vera þeim innan handar. Benda þeir á að þvinganir af þessu tagi skili oftar en ekki litlum árangri. Til samanburðar nam útflutningur frá Íslandi til Írans 40,4 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Ljóst er að útflutningur inn hefur vaxið gríðarlega síðastliðin þrjú ár en árið 2003 nam verðmæti útflutningsins 1,9 milljónum króna. Mest var flutt út til Íran af vélum til matvælaframleiðslu á tímabilinu. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danir fluttu síðustu tólf mánuði út vörur til Íran fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna. Útflutningur héðan til Íran hefur margfaldast síðustu ár. Útflutningur á dönskum vörum til Íran hefur aukist nokkuð síðastliðin ár og eru Danir skiljanlega uggandi um hag sinn vegna yfirvofandi refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Írönum. Danir fluttu vörur til Íran á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna eða tæplega 14 milljarða íslenskar krónur og var verðmætið svo til óbreytt á milli ára. Árið 2003 nam verðmæti útflutnings hins vegar um 713 milljónum danskra króna, jafnvirði tæpra 8,5 milljarða íslenskra króna og var vöxtur var mestur í útflutningi á vélahlutum og lyfjum. Danska dagblaðið Börsen hefur eftir forsvarsmönnum Samtaka iðnaðarins í Danmörku að ákveði SÞ að grípa til viðskiptaþvingana gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda skerði það útflutning danskra fyrirtækja. Geti samtökin lítið gert fyrir dönsk fyrirtæki annað en að vera þeim innan handar. Benda þeir á að þvinganir af þessu tagi skili oftar en ekki litlum árangri. Til samanburðar nam útflutningur frá Íslandi til Írans 40,4 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Ljóst er að útflutningur inn hefur vaxið gríðarlega síðastliðin þrjú ár en árið 2003 nam verðmæti útflutningsins 1,9 milljónum króna. Mest var flutt út til Íran af vélum til matvælaframleiðslu á tímabilinu.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira