Fundu rústir klaustursins 13. júlí 2006 06:45 ein beinagrindanna sem fundist hafa Ummerki um stiga hafa fundist í húsinu, sem er mjög óvenjulegt fyrir torfhús. Klaustrið var um tólf hundruð fermetrar að stærð og rústirnar mjög heillegar. Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn. Innlent Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn.
Innlent Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira