Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2006 06:00 Þorsteinn Þorgeirsson Þorsteinn er skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hann kynnti í gær fjölmiðlum þjóðhagsspá ráðuneytisins fram til ársins 2010. Markaðurinn/GVA Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira