Styðja þarf bankana í kynningu á aðstæðum hér 10. mars 2006 00:20 Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans segir litlu muna á dreifingu gjalddaga lána hjá íslenskum bönkum og erlendum. Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira