Exista með Íslandsmet í hagnaði á einu ári 1. mars 2006 00:01 Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga. Innlent Viðskipti Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira