Keyptu í lettneskum banka 19. janúar 2006 00:01 Upplýst um kaupin. Frá kynningu á kaupum íslenskra fjárfesta á sextíu prósenta hlut í Lateko-bankanum í Riga. Auk fjárfesta og eigenda bankans voru Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands, viðstaddir. Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands. Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira