Berst gegn dýratilraunum 26. október 2005 06:15 Tryggvi Guðmundsson og Kala. "Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein manneskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað." "Ætli þetta komi ekki til af ást á dýrum," segir Tryggvi þegar hann er spurður hvaðan áhugi hans á réttindum dýra er sprottinn. "Ég er mikill dýraréttindasinni og hef kynnt mér málin vel. Ég veit fyrir víst að það er hægt að gera allar tilraunir án þess að valda milljónum dýra sársauka og þjáningum þangað til þau deyja." Tryggvi stóð nýlega fyrir mótmælum á Lækjartorgi þar sem dýratilraunum var mótmælt og var spjótum sérstaklega beint að Tilraunastöðinni að Keldum en þangað voru fjögur þúsund tilraunamýs keyptar nýlega. Tryggvi, sem gerðist grænmetisæta fyrir einu ári, skilur illa samborgara sína sem styðja dýratilraunir og nota vörur sem framleiddar eru að undangengnum tilraunum á dýrum. "Ef þetta ætti við um menn væri búið að banna þetta eða í það minnsta kæra einhvern. Það er greinilegt að fólk er ekki jafn umhyggjusamt gagnvart dýrum og mönnum." Sjálfur sniðgengur hann vörur sem hafa verið prófaðar á dýrum og á það jafnt við um lyf og snyrtivörur. Verslun með dýr er Tryggva heldur ekki að skapi en engu að síður á hann kanínuna Kölu. "Eigendurnir gátu ekki átt hana lengur og ég vildi frekar taka hana að mér en að láta hana deyja," segir Tryggvi. Það má líka nefna til marks um dýraást hans að áður fyrr var hann ötull stangaveiðimaður en hefur látið af þeirri iðju. Tryggvi vinnur við að aðstoða fatlaða hjá Sjálfsbjörgu en frístundirnar fara að mestu í lestur tengdan málstaðnum og baráttuna gegn dýratilraunum. Hann er í félaginu Raddir málleysingjanna, sem eins og nafnið gefur til kynna berst fyrir bættum hag dýra. "Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein manneskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað," segir Tryggvi og heitir því að hann muni láti meira í sér heyra um málið á næstunni. Lífið Menning Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
"Ætli þetta komi ekki til af ást á dýrum," segir Tryggvi þegar hann er spurður hvaðan áhugi hans á réttindum dýra er sprottinn. "Ég er mikill dýraréttindasinni og hef kynnt mér málin vel. Ég veit fyrir víst að það er hægt að gera allar tilraunir án þess að valda milljónum dýra sársauka og þjáningum þangað til þau deyja." Tryggvi stóð nýlega fyrir mótmælum á Lækjartorgi þar sem dýratilraunum var mótmælt og var spjótum sérstaklega beint að Tilraunastöðinni að Keldum en þangað voru fjögur þúsund tilraunamýs keyptar nýlega. Tryggvi, sem gerðist grænmetisæta fyrir einu ári, skilur illa samborgara sína sem styðja dýratilraunir og nota vörur sem framleiddar eru að undangengnum tilraunum á dýrum. "Ef þetta ætti við um menn væri búið að banna þetta eða í það minnsta kæra einhvern. Það er greinilegt að fólk er ekki jafn umhyggjusamt gagnvart dýrum og mönnum." Sjálfur sniðgengur hann vörur sem hafa verið prófaðar á dýrum og á það jafnt við um lyf og snyrtivörur. Verslun með dýr er Tryggva heldur ekki að skapi en engu að síður á hann kanínuna Kölu. "Eigendurnir gátu ekki átt hana lengur og ég vildi frekar taka hana að mér en að láta hana deyja," segir Tryggvi. Það má líka nefna til marks um dýraást hans að áður fyrr var hann ötull stangaveiðimaður en hefur látið af þeirri iðju. Tryggvi vinnur við að aðstoða fatlaða hjá Sjálfsbjörgu en frístundirnar fara að mestu í lestur tengdan málstaðnum og baráttuna gegn dýratilraunum. Hann er í félaginu Raddir málleysingjanna, sem eins og nafnið gefur til kynna berst fyrir bættum hag dýra. "Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein manneskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað," segir Tryggvi og heitir því að hann muni láti meira í sér heyra um málið á næstunni.
Lífið Menning Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira