Húsnæðisverð lækkar 2007-2008 23. október 2005 17:50 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Þetta kom fram á ráðstefnu sem bankinn hélt í gær. Íbúðaverð fer nú heldur lækkandi eftir rúmlega 40 prósenta hækkun á síðustu tólf mánuðum. Ef litið er þrjá mánuði aftur í tímann er hækkunin aðeins 3,4 prósent og í september varð svo lækkun um rúmlega hálft prósent. Sú mikla eftirspurn eftir húsnæði sem fylgdi í kjölfar íbúðalána bankanna hefur náð hámarki og fer nú minnkandi að mati Greiningardeildar KB banka. Þó er ekki útlit fyrir að húsnæðisverð lækki næstu mánuði. Mjög hefur dregið úr sölu fasteigna síðustu mánuði. Kaupsamningum hefur fækkað úr 200-270 á viku síðasta vetur í 150-200 núna. Sérfræðingar Greiningardeildar KB banka telja að þessi þróun haldi áfram og spá því að veltan eigi eftir að minnka um fimmtán prósent á næstu mánuðum. Þrátt fyrir þetta spáir Greiningardeildin að fasteignaverð hækki um sex prósent næsta árið, að því gefnu að vextir hækki ekki að ráði. Þetta er mun minni hækkun en síðasta árið þegar fasteignaverð hækkaði um fjörutíu prósent. Sérfræðingar Greiningardeildar telja hins vegar næsta öruggt að fasteignaverð lækki að raunvirði í næstu niðursveiflu. Það ætti að gerast árið 2007 samkvæmt spám greiningardeilda bankanna um horfur í efnahagsmálum. Í riti Greiningardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn er bent á að fasteignaverð hafi lækkað um fimm prósent í niðursveiflunni árin 2001 og 2002 og fjórtán prósent á árunum 1992 til 1998. Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Þetta kom fram á ráðstefnu sem bankinn hélt í gær. Íbúðaverð fer nú heldur lækkandi eftir rúmlega 40 prósenta hækkun á síðustu tólf mánuðum. Ef litið er þrjá mánuði aftur í tímann er hækkunin aðeins 3,4 prósent og í september varð svo lækkun um rúmlega hálft prósent. Sú mikla eftirspurn eftir húsnæði sem fylgdi í kjölfar íbúðalána bankanna hefur náð hámarki og fer nú minnkandi að mati Greiningardeildar KB banka. Þó er ekki útlit fyrir að húsnæðisverð lækki næstu mánuði. Mjög hefur dregið úr sölu fasteigna síðustu mánuði. Kaupsamningum hefur fækkað úr 200-270 á viku síðasta vetur í 150-200 núna. Sérfræðingar Greiningardeildar KB banka telja að þessi þróun haldi áfram og spá því að veltan eigi eftir að minnka um fimmtán prósent á næstu mánuðum. Þrátt fyrir þetta spáir Greiningardeildin að fasteignaverð hækki um sex prósent næsta árið, að því gefnu að vextir hækki ekki að ráði. Þetta er mun minni hækkun en síðasta árið þegar fasteignaverð hækkaði um fjörutíu prósent. Sérfræðingar Greiningardeildar telja hins vegar næsta öruggt að fasteignaverð lækki að raunvirði í næstu niðursveiflu. Það ætti að gerast árið 2007 samkvæmt spám greiningardeilda bankanna um horfur í efnahagsmálum. Í riti Greiningardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn er bent á að fasteignaverð hafi lækkað um fimm prósent í niðursveiflunni árin 2001 og 2002 og fjórtán prósent á árunum 1992 til 1998.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira