Hver á að greiða sektina? 17. október 2005 00:01 Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs. Í ársskýrslunni kemur fram að Hagar, móðurfélag Skeljungs, hefur aðeins fært til gjalda tvö hundruð og fimmtíu milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna sem félaginu var gert að greiða fyrir meint brot á samkeppnislögum. Í ársskýrslunni segir að 200 milljónirnar hafi ekki verið færðar til gjalda þar sem fyrri eigendur félagsins beri ábyrgð á þeim. Því hafi félagið í hyggju að áfrýja niðurstöðunni til dómstóla. Ekki liggi fyrir hvaða áhrif áfrýjunin muni hafa á rekstur og fjárhagsstöðu félagsins. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir að ekki sé einfalt að skera úr um hver eigi að greiða milljónirnar tvö hundruð ef Hagar, eða Skeljungur, standa ekki skil á þeim. Við skulum fara yfir eigendasögu Skeljungs síðustu árin. Meðan hið meinta ólögmæta verðsamráð stóð yfir var Skeljungur fyrst í eigu afkomenda Hallgríms Benediktssonar, Sjóvár, Eimskipafélagsins, Shell International og fleiri. Í byrjun ágúst 2003 voru Kaupþing Búnaðarbanki, Burðarás og Sjóvá Almennar tryggingar orðnir stærstu eigendur Skeljungs með um níutíu prósenta hlut. Þessi félög höfðu stofnað sameiginlegt félag, Steinhóla ehf. um eignarhlutinn í Skeljungi. Í framhaldinu var öðrum hluthöfum gert yfirtökutilboð. Nokkru seinna tók Fengur fjárfestingafélag, sem Pálmi Haraldsson fer fyrir, yfir meirihluta í Skeljungi og svo á síðasta ári var félagið sameinað Högum sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri verslanir. Það er því spurning hver verður krafinn um 200 milljónirnar og hver verður krafinn um þær eða fær þær greidda til baka þegar niðurstaða dómstóla liggur fyrir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs. Í ársskýrslunni kemur fram að Hagar, móðurfélag Skeljungs, hefur aðeins fært til gjalda tvö hundruð og fimmtíu milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna sem félaginu var gert að greiða fyrir meint brot á samkeppnislögum. Í ársskýrslunni segir að 200 milljónirnar hafi ekki verið færðar til gjalda þar sem fyrri eigendur félagsins beri ábyrgð á þeim. Því hafi félagið í hyggju að áfrýja niðurstöðunni til dómstóla. Ekki liggi fyrir hvaða áhrif áfrýjunin muni hafa á rekstur og fjárhagsstöðu félagsins. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir að ekki sé einfalt að skera úr um hver eigi að greiða milljónirnar tvö hundruð ef Hagar, eða Skeljungur, standa ekki skil á þeim. Við skulum fara yfir eigendasögu Skeljungs síðustu árin. Meðan hið meinta ólögmæta verðsamráð stóð yfir var Skeljungur fyrst í eigu afkomenda Hallgríms Benediktssonar, Sjóvár, Eimskipafélagsins, Shell International og fleiri. Í byrjun ágúst 2003 voru Kaupþing Búnaðarbanki, Burðarás og Sjóvá Almennar tryggingar orðnir stærstu eigendur Skeljungs með um níutíu prósenta hlut. Þessi félög höfðu stofnað sameiginlegt félag, Steinhóla ehf. um eignarhlutinn í Skeljungi. Í framhaldinu var öðrum hluthöfum gert yfirtökutilboð. Nokkru seinna tók Fengur fjárfestingafélag, sem Pálmi Haraldsson fer fyrir, yfir meirihluta í Skeljungi og svo á síðasta ári var félagið sameinað Högum sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri verslanir. Það er því spurning hver verður krafinn um 200 milljónirnar og hver verður krafinn um þær eða fær þær greidda til baka þegar niðurstaða dómstóla liggur fyrir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira