Avion næstframsæknast í Evrópu 15. október 2005 00:01 Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira