Borgin fer fram á 151 milljón 22. september 2005 00:01 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira