25% lækkun á krónunni 15. september 2005 00:01 Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir rúmlega sex prósenta hagvexti í ár, sem er mun meiri vöxtur en að meðaltali síðustu tíu árin, en spáð er að meðaltalið í OECD-ríkjunum í ár verði aðeins 2,6 prósenta hagvöxtur. Vöxtinn megi fyrst og fremst rekja til mikilla fjárfestinga, aukinnar einkaneyslu, drifinni áfram af auknum kaupmætti, háu gengi krónunnar, lágum vöxtum og mikillar hækkunar húsnæðisverðs. Merki ofþenslu megi sjá víða, til dæmis verðbólguna sem nú mælist 4,8 prósent og á eftir að aukast á næsta ári og fara upp undir átta prósent á þarnæsta ári. Viðskiptahallinn aukist líka hratt og stefni í 13 prósent á þessu ári og enn meiri á þarnæsta ári en það þrýsti á lækkun krónunnar sem að líkindum muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Því séu líkur á skammvinnu samsdráttarskeiði innan tveggja ára. Sviptingar verði á mörgum sviðum árið 2007, með fjórðungs samdrætti í fjárfestingum, og samdrætti í kaupmætti og útgjöldum heimilanna. En samdráttarskeiðið verði stutt, meðal annars vegna vaxtar í útflutningi í kjölfar lækkunar krónunnar, ásamt stórauknum útlfutningi á áli. Árið 2008 fari svo aftur að stefna upp á við með 2,4 prósenta hagvexti, sem hækki upp í 3,4 prósent árið eftir, og er þá miðað við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir rúmlega sex prósenta hagvexti í ár, sem er mun meiri vöxtur en að meðaltali síðustu tíu árin, en spáð er að meðaltalið í OECD-ríkjunum í ár verði aðeins 2,6 prósenta hagvöxtur. Vöxtinn megi fyrst og fremst rekja til mikilla fjárfestinga, aukinnar einkaneyslu, drifinni áfram af auknum kaupmætti, háu gengi krónunnar, lágum vöxtum og mikillar hækkunar húsnæðisverðs. Merki ofþenslu megi sjá víða, til dæmis verðbólguna sem nú mælist 4,8 prósent og á eftir að aukast á næsta ári og fara upp undir átta prósent á þarnæsta ári. Viðskiptahallinn aukist líka hratt og stefni í 13 prósent á þessu ári og enn meiri á þarnæsta ári en það þrýsti á lækkun krónunnar sem að líkindum muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Því séu líkur á skammvinnu samsdráttarskeiði innan tveggja ára. Sviptingar verði á mörgum sviðum árið 2007, með fjórðungs samdrætti í fjárfestingum, og samdrætti í kaupmætti og útgjöldum heimilanna. En samdráttarskeiðið verði stutt, meðal annars vegna vaxtar í útflutningi í kjölfar lækkunar krónunnar, ásamt stórauknum útlfutningi á áli. Árið 2008 fari svo aftur að stefna upp á við með 2,4 prósenta hagvexti, sem hækki upp í 3,4 prósent árið eftir, og er þá miðað við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira